Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Þá er ófært frá Hofsósi til Siglufjarðar.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að á Norðurlandi vestra er snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði en ófært á Þverárfjalli, unnið er að mokstri. Þá er einnig ófært frá Hofsós til Siglufjarðar en annars er hálka og skafrenningur í Langadal og hálkublettir nokkuð víða.
Snjóflóðagirðing á Ólafsfjarðarvegi. Ljósmynd: Ragnar Magnússon.