Vegurinn á milli Ketiláss og Siglufjarðar er lokaður vegna snjóflóða. Tvö flóð féllu á veginn í morgun út á Strönd, Siglufjarðarmegin við Strákagöng. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma og skafrenningur er á svæðinu og verður athugað með mokstur þegar líða tekur á daginn. Snjóflóðið er ekki talið stórt.
——————————————————————-
Um klukkan 15 var búið að opna Siglufjarðarveg og þar er hálka.
Siglufjarðarvegur. Ljósmynd : Elsa Karen Jónasdóttir
Vefmyndavél frá Siglufjarðarvegi er hér.