Siglufjarðarvegur lokaðist aftur nú síðdegis vegna ófærðar við Almenninga. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Vegurinn um Þverárfjall og Víkurskarð eru einnig lokaðir. Él og skafrenningur eru víða á Norðurlandi. Aðeins 33 bílar hafa ekið um Siglufjarðarveg í dag. Þá hafa tæplega 200 bílar farið um Ólafsfjarðarmúla í dag.