Loksins hafa snjóskaflarnir Siglufjarðarmegin í hinu fornfræga Siglufjarðarskarði verið rutt í burtu. Þetta er skemmtileg leið fyrir ferðamenn að fara þegar hún er opin, en nú er talað um aðeins einn skafl Fljóta megin loki þeirri leið svo ekki er fært Fljóta megin upp að Skarði.  Þessa leið er hægt að gera að ferðamannaleið en vegurinn hefur verið lokaður síðustu árin og lítill vilji fyrir að leggja pening í að opna leiðina fyrir sumarið.  Vegur var lagður yfir Skarðið árið 1946 og var það aðal leiðin til Siglufjarðar þar til Strákagöng voru opnuð árið 1967.

28825467336_a337b640ae_z28780737811_8b2b920702_z 28239403524_1715f0986c_z