Siglómótið 2012 í blaki hefst í kvöld á Siglufirði. Það eru blakfélögin Súlur og Hyrnan sem halda mótið.
Byrjað verður klukkan 19 í kvöld á Siglulfirði og síðan klukkan 8 á laugardag. Á Ólafsfirði verða spilaðir 12 karlaleikir og 3 leikir í 1. deild kvenna frá 8.35-11.30 á laugardeginum.
Hvert lið spilar 5 leiki, nema hvað eitt lið í 3. deild kvk fær bara 4 leiki. Athugið að sjötta lið í þeirri deild er demo-lið þannig að þeir leikir falla út.
Leikreglurnar eru hefðbundnar. Hver hrina er upp í 21 og vinnst með einu stigi. Ekki er gert ráð fyrir boltaupphitun fyrir leiki og almennt er þetta látið ganga hratt fyrir sig. Umsjón er ritari og tveir línuverðir.
Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði verður með opið í mat og drykk fram eftir föstudagskvöldinu.
Að vanda verður sjoppa í íþróttahúsinu á Siglufirði allan laugardaginn. Boðið verður upp á heimabakaðar kræsingar, kaffi, drykki og nammi gegn hóflegu gjaldi.
Að loknu móti verður byrjað á að hittast í Bátahúsinu. Að því loknu verður farið á Rauðku þar sem kræsingar bíða.
Matseðillinn er fylltar kjúklingabringur með feta og basil, kartöflugratín, steikt grænmetisblanda, ferskt salat og nýbakað brauð. Skemmtilegheit verða að hætti hússins og að sjálfsögðu er öllum velkomið að stíga á stokk og deila einhverju með okkur hinum. Rauðka býður svo upp á lifandi tónlist eitthvað fram yfir miðnætti.