Nýlega var opnað nýtt Icelandair hótel í gamla Slippfélagshúsinu í Reykjavík.
Í anddyri hótelsins má sjá á skúlptúr eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur listakonu á Siglufirði en hún er með skúlptúrsýningu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura fram til loka maí mánaðar 2012.
Sýningin er sú þrítugasta og sjötta í verkefninu ” Réttardagur 50 sýninga röð ” sem staðið hefur yfir síðan 2008. Settar verða upp 50 sýningar víða um heim á fimm ára tímabili, sem fjalla allar á einn eða annan hátt um þá menningu sem skapast útfrá íslensku sauðkindinni.
Sýningin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura ber yfirskriftina “ Bændur í borgarferð ”
Sjá myndir hér.