Siglfirðingar munu tendra jólatréð á Ráðhústorgi á morgun, laugardaginn 3. desember kl. 16. Þá verður einnig Jólamarkaður Rauðku í Bláa Húsinu við Gránugötu, frá kl. 14-20. Þar verða handverk, jólakort, ljóðabækur, útskurður, skartgripir, leirvörur, bútasaumur, prjónavörur til sýnis og sölu. Einnig má sjá opnunartíma verslana á morgun á Siglufirði á meðfylgjandi mynd.