Bridgehátíð Reykjavíkur var haldin um síðustu helgi og var það ein fjölmennasta Bridgehátíð sem haldin hefur verið hérlendis.

Rúmlega 300 manns spiluðu á mótinu, þarf af 120 spilarar erlendis frá. Norðmennirnir Svein Gunnar Karlberg og Kurt Ove Thomassen báru sigur úr býtum í tvímenningi með 58.58% skor. Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar varð hlutskörpust í sveitakepnninni 189 stig, Sweden A hafnaði í öðru sæti með 188 stig og í þriðja sæti varð skoska sveitin Crazias með 186 stig.

Sigursveitina frá Siglufirði skipuðu þeir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson og Bjarni Einarsson.

 

Texti: Rúv.is