Sextán stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga um helgina. Sex af náttúrufræðibraut, fjórir af félags- og hugvísindabraut, tveir af íþrótta- og útivistarbraut, einn af listabraut og þrír með viðbótarnám til stúdentsprófs eftir starfsnám. Alls hefur skólinn nú brautskráð 141 nemenda. Bryndís Erla Róbertsdóttir flutti ávarp nýstúdents.
Fram kom í ræðu skólameistara að um þriðjungur nemenda búi á höfuðborgarsvæðinu og nokkrir í útlöndum.
Aðstoðarskólameistari sagði í sinni ræðu að rúmlega 300 nemar voru í skólanum á haustönn.  Þá eru 7 nemendur í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar sem stunduðu nám samhliða í MTR á önninni.

img_1788
Mynd og heimild: mtr.is