Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon

Sex sóttu um embætti ríkissáttasemjara sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í byrjun júní síðastliðinn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra mun skipa í embættið til fimm ára.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms
  • Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari
  • Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga
  • Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri
  • Skúli Þór Sveinsson, sölumaður

Hæfni umsækjenda verður metin af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð er á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.