Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá eru 6 í einangrun með covid í Fjallabyggð, þar af 5 á Siglufirði. Þá eru 10 í sóttkví á Siglufirði. Þá eru 6 í einangrun í Dalvíkurbyggð og 25 í sóttkví. Á Akureyri eru 60 í einangrun og 188 í sóttkví. Húsavík eru núna 28 í einangrun og 21 í sóttkví.
Alls eru núna 141 í einangrun á Norðurlandi, þar af 118 á Norðuralandi eystra. Þá eru 303 í sóttkví á öllu Norðurlandi, þar af 278 á Norðurlandi eystra.
Heildarfjöldi smita á landinu var 893.