Fjölgun verður á heimsóknum skemmtiferðaskipa á Siglufirði næsta sumar. Sex skip hafa bókað komu sína sem er helmings fjölgun frá því síðastliðið sumar. Mikil sókn hefur  verið í Fjallabyggðarhafnir en tekjur hafa aukist ár frá ári. Í því sambandi hefur Hafnarstjórn Fjallabyggðar skorað á bæjarráð Fjallabyggðar að endurskoða hugmyndir sínar um að fækka um einn starfsmann við Fjallabyggðarhafnir.