Nóvembermótinu í frjálsum íþróttum hjá Ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði er lokið og ljóst að alls féllu sjö met, sex siglfirsk aldursflokkamet og eitt þeirra var auk þess félagsmet. Þau Bjartmar Ari Aðalsteinsson og Unnur Hrefna Elínardóttir settu tvö met hvort í flokki 10 ára og yngri. Unnur bætti metin í boltakasti og skutlukasti hjá stelpunum oo Bjartmar bætti metin í sömu greinum hjá strákunum. Systkinin Patrekur og Elín Helga Þórarinsbörn settu svo eitt met hvort. Patrekur í þrístökki án atrennu í flokki 15-16 ára pilta og það var jafnframt félagsmet og Elín Helga í kúluvarpi 11-12 ára stúlkna.
Heimild og mynd: umfgloi.123.is/
