Tveir seðlar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og voru báðir í eigu svokallaðra húskerfa sem mörg íþróttafélög hafa tekið upp á síðastliðnum árum. Annar seðillinn var í eigu húskerfis Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) og er þetta í annað sinn í vetur sem safnað er í húskerfi og tippað. Fyrra sinnið var fyrir fjórum vikum síðan og þá sló kerfið líka í 13 rétta. Sannarlega góður árangur í getraunakerfi KF.  Vinningurinn um helgina gaf af sér 500.000 kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lottó.is