Setning Trilludaga á Siglufirði er í dag kl. 10:00.  Frítt verður á sjóstöng og siglingar út á fjörðinn í dag frá kl. 10:15-16:00. Grillað verður á hátíðarsvæðinu við höfnina. Hoppukastali verður fyrir krakkana og tónlistaratriði á hátíðarsviðinu. Sirkussýning Húllu dúllunnar verður á hátíðarsviðinu kl. 15:00. Hátíðin endar svo með Trilluballi þar sem Landabandið leikur á Trillusviðinu kl. 20:30-22:30.  Á sunnudag verður leikhópurinn Lotta á gamla malarvellinum á Siglufirði kl. 13:00, aðgangseyrir er að þeirri sýningu. Trilludagar er frábær fjölskylduhátíð á Siglufirði.

Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon/Héðinsfjörður.is