Fjóla Björnsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið ráðin í 75% stöðu við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri frá og með 1. október 2024.

Fjóla hefur unnið sem sérfræðingur í heimilislækningum á Dalvík og nú síðustu ár hefur hún unnið sem sérfræðingur á endurhæfinga- og öldrunardeild SAk í Kristnesi.

Fjóla mun fyrst og fremst vinna sem sérfræðingur við hlið geðlækna deildarinnar. Hún mun auk læknisstarfa taka þátt í uppbyggingu þverfaglegra teymisvinnu og þróun þjónustunnar.

Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki í þjónustu við fullorðna einstaklinga sem glíma við geðraskanir á Norður- og Austurlandi og sinnir legudeildar-, dagdeildar- og göngudeildarþjónustu. Auk þess gegnir deildin lykilhlutverki í samvinnu þjónustukerfa sem koma að þjónustu við fólk með geðrænan vanda.