Séra Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði,þjóðfræðingur og rithöfundur sendi á dögunum frá sér bókina Völvur á Íslandi. Bókin er 420 blaðsíður ásamt vandaðri heimildarská og er gefin út af Hólum bókaútgáfu. Í bókinni er fjallað um Völvur sem hér á á landi sem í fyrri tíð nutu mikillar virðingar því þær sáu það sem öðrum var hulið. Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Sigurð Ægisson um bókina í jólabókaþættinum á Útvarpi Sögu og bar þar margt forvitnilegt á góma. Texti og mynd er birtur með góðfúslegu leyfi Arnþrúðar á Útvarpi Sögu.

Það kunna einhverjir að spyrja sig að hvað verði til þess að sóknarprestur fái þá hugmynd að skrifa um Völvur en í þættinum svaraði Sigurður einmitt þeirri spurningu.

Svo vildi til að árið árið 1985 útskrifaðist Sigurður frá guðfræðideild Háskóla Íslands sem prestur og hóf þá prestskap á Djúpavogi þar sem hann sinnti fjórum kirkjum. Eins og er siður til sveita var oft boðið til kaffisamsætis eftir athafnir og í einu slíku bárust í tal völvuleiði sem voru dysjar eða kuml þessa Norrænu kvenna sem áttu að vera spákonur. Á Flugustöðum í Álftafirði er til dæmis völvuleiði og þegar Sigurður fór að lesa sér til um prestakallið þá komst hann að því að völvuleiðin væri að finna mjög víða á þessum slóðum. Það sem kom Sigurði af stað var þegar hann fór að skoða völvuleiði í Vík í Lóni. Þar vildi til að völvuleiðin voru þrjú hvert við hliðina á öðru á sléttu túni og var vel við haldið. Þetta þótti Sigurði nokkuð merkilegt því nú hefur kristni verið lengi við lýði á Íslandi og velti því fyrir sér hvers vegna leiði frá tímum heiðni væri svo vel viðhaldið.

Í 40 ár að skrifa bókina

Eftir 40 ár komst hann svo að því hvers vegna þessum leiðum hafi verið haldið við og ástæðuna segir Sigurður vera þá að Íslendingar hafi alltaf verið eins og Helgi Magri í Kristnesi í Eyjafirði en hann hafi verið kristinn maður sem trúði á guðinn Þór til harðræðis og sjóferða. Það hafi komið til einfaldlega vegna þess að það hafi verið mjög erfitt að komast af hér á landi enda hafi Ísland verið mjög harðbýlt land og fólk hafi því notað það sem dugði. Hann segir að svona hafi Íslendingar alltaf verið allt til dagsins í dag.

Hann segir að í rannsóknum sínum á tilurð þess að leiðunum væri haldið við hafi hann komist að því að oft hafi það verið þannig að þegar völvurnar nálguðust dánardag sinn hafi þær beðið um að leiðið yrði á stað sem stæði hátt. Þá hafi þær beðið um að þegar leiðið myndi fara að láta á sjá að því yrði haldið við og að lukkan myndi leika við þann sem það gerði.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.