Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur átt í viðræðum sínum við Siglingastofnun um viðhald og eignarhald á Selvíkurnefsvita.
Eftir þær viðræður er ljóst að Fjallabyggð hefur full umráð og eignarhald yfir vitanum sem þarfnast mikils viðhalds og Siglingastofnun mun ekki koma að endurbótum eða lagfæringum á honum.
Yfirhafnarvörður hefur fengið aðstoð björgunarsveitarinnar til að flytja rafgeyma og annan búnað út í vitann.
Þá er ljóst að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til viðhalds á vitanum í áætlun ársins 2012.
Bæjarráð telur að ekki sé tímabært að breyta eignahaldi á Selvíkurnefsvita.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar hafði áður lagt fram viðgerðaráætlun vegna vitans í lok árs 2008.

Vitarnir á Siglunesi og Sauðanesi eru öryggis- og varðturnar Siglufjarðar, hvor sínum megin fjarðarmynnisins. Ljós þeirra hafa vísað hundruð þúsunda sjófarenda leið í myrkri og dimmviðrum. Innar áttu þeir einnig sína varðstöðu innsiglingarvitarnir á Selvíkurnefi og á Granda. Þessir fjórir vitar eru ljósustu merkin um mikilvægi hinnar fjölförnu síldarhafnar sem Siglufjörður var á 20. öld.