Selvík ehf. mótmælti umsókn Samkaupa og KSK eigna um lóðina fyrir nýja verslun á Siglufirði sem sótt var um á lóðinni þar sem tjaldsvæðið er í miðbæ Siglufjarðar. LLG Lögmenn sendu erindi til bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna þessa og fóru fram á fyrir hönd Selvíkur ehf. að erindi Samkaupa yrði hafnað og var vísað í eldra samkomulag Selvíkur og Fjallabyggðar um uppbyggingu á svæðinu í tengslum við þá ferðaþjónustu sem Selvík hefur fjárfest myndarlega í, meðal annars byggt Sigló Hótel.
Bréf LLG lögmanna má lesa hér.
Samkomulag Selvíkur og Fjallabyggðar frá 2012 má lesa hér.