Sápuboltinn í Ólafsfirði er hátíð sem hefur fest sig í sessi hjá ungu fólki og fjölskyldufólki og setur sit sinn á bæinn í hvert sinn sem hátíðin hefur verið haldin. Í ár verður Sápuboltinn haldinn 21.-23. júlí í Ólafsfirði. Föstudagurinn hefst með Sápubolta fyrir krakka á aldrinum 6-17 ára, en ekki þarf að skrá lið í þessa keppni, heldur bara mæta á staðinn. Um kvöldið verður svo ball í Tjarnarborg með Stuðlabandinu frá kl. 23:00. Tryggðu þér miða á Tix.is.

Laugardagurinn hefst með skrúðgöngu frá grunnskólanum að mótssvæðinu. Keppnin sjálf hefst kl. 12:00 á túninu við hótelið. Úrslitaleikurinn hefst kl. 16:30 en fyrir þann leik mun Slökkvilið Fjallabyggðar sprauta froðu á völlinn.

Kl. 20:00 verður útiskemmtun og verðlaunaafhending við Tjarnarborg. Diljá tekur lagið og trúbator spilar fyrir gesti með brekkusöngi. Lokapartý Sápuboltans verður haldið í Tjarnarborg kl. 23:00.

Þrjár tegundir miða verða í boði:

Sápuboltapassi á 7500 kr. Passinn gildir á Sápuboltamót.

Laugardagspassi á 11.500 kr. Gildir á Sápuboltamót og partý á laugardegi.

Helgarpassi: 14.500 kr. Gildir á ball á föstudegi, Sápuboltamót og partý á laugardegi.

Leikreglur:

-Fjórir inni á vellinum í hvoru liði. Engin takmörk eru á skiptimönnum (fjölda aðila í hverju liði).

-Hver leikur er 10 mín.

-Frjálsar skiptingar.

-Dómari ákveður refsingar fyrir brot.

-Spilað á tánum

 

Skráning liða:

Lágmarksfjöldi í liði á Sápuboltamótið eru 4 einstaklingar.