Sápubolti fyrir krakka á aldrinum 6-17 ára verður á morgun, föstudag í Ólafsfirði frá kl. 16-18. Símabíll Símans mætir með tónlist og gefins hluti fyrir krakkana sem mæta á svæðið. Ekki þarf að skrá börn í þennan viðburð. Aldurskipting verður á völlum og börn yngri en 10 ára þurfa hafa með sér forráðamann.

Klukkan 20-22 verður svo Flonky með Símanum með upphitun við tjaldsvæðið.

Stuðlabandið verður með ball í Tjarnarborg kl. 23:00, á föstudagskvöldið.

Á laugardaginn hefst svo Sápuboltinn með skrúðgöngu kl. 11:30, gengið verður frá grunnskólanum að mótssvæðinu.

Sápuboltamótið hefst svo kl. 12:00 og  verður úrslitaleikurinn kl. 16:30.

Útiskemmtun verður svo við Tjarnarborg kl. 20-22 og verður lokapartý svo inní Tjarnarborg kl. 23.