Í framhaldi af alvarlegu bílslysi sem átti sér stað í nágrenni Hofsóss s.l. föstudag, þar sem fjórir ungir piltar slösuðust, býður Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra upp á samverustund í bóknámshúsi skólans á Sauðárkróki, þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00. Öll eru velkomin.
Vakin er athygli á hjálparsíma Rauða krossins 1717 en þar er einnig boðið upp á netspjall. Þá er hægt að leita til Heilbrigðisstofnunar á hverjum stað.