Veðrið lék við nýkjörna bæjarfulltrúa Fjallabyggðarlistans og Jafnaðarmanna er þeir hittust í Héðinsfirði á þjóðhátíðardaginn, 17. júní til að undirrita samstarfssamning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Fjallabyggðar á kjörtímabilinu 2014-2018.

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar er í dag, miðvikudaginn 18. júní kl. 17.00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og er hann opinn öllum.
Fólk er hvatt til að mæta og hlýða á nýja bæjarstjórn Fjallabyggðar.

Sigurður Valur fráfarandi bæjarstjóri mun starfa þar til nýr verður ráðinn en auglýst verður í starfið.  Sjálfstæðisflokkurinn var þó flest atkvæði í kosningunum en þrír flokkar fengu 2 menn kjörna, en það voru X-F og X-S sem náðu að mynda meirihluta í Fjallabyggð.

1620293_10203295972773398_1511621628_n 10490249_10203295971853375_1452151254_n

Myndir frá xf.is