Í gær var undirritaður samningur milli Blaksambands Íslands og Genís á Siglufirði um heiti á 1. deild karla og kvenna í blaki fyrir komandi tímabil. Deildin mun bera nafnið Benecta-deildin á þessu tímabili en það voru þau Andri Hnikarr Jónsson, stjórnarmaður BLÍ og Gunnhildur Róbertsdóttir markaðsstjóri Genís sem gengu frá samningum fyrir báða aðila í gær. Upplýsingar um þetta voru birtar á vef Blaksambandsins í dag.

Genís hf. er framleiðandi Benecta fæðubótarefnisins sem er eitt af framsæknustu nýjungunum í náttúrulegum fæðubótarefnum á Íslandi í dag. Nánari upplýsingar um Benecta má finna á www.benecta.is

Allar nánari upplýsingar um Benecta-deildina má finna á heimasíðu BLÍ.

Blakfélag Fjallabyggðar leikur í 1. deild karla í blaki og er fyrstu leikur þeirra þann 1. nóvember næstkomandi á Húsavík við heimamenn í Völsungi. Fyrsti heimaleikur BF verður svo 11. nóvember.