Arkitektar að framkvæmdum grunnskólans á Ólafsfirði hafa óskað eftir að fá að semja um verkfræðihönnun vegna hönnunar á 2. áfanga við grunnskólann í Ólafsfirði. Um er að ræða hönnun á neysluvatns- og hitakerfi, raflögnum og burðarþoli.
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar hefur samþykkt að arkitekar semji við Verkfræðistofu Norðurlands og Raftákn vegna verkfræðihönnunar við 2. áfanga grunnskólans í Ólafsfirði.

Þá hefur nefndin ákveðið að skólinn verði málaðar hvítur að utan og gluggapóstar verða málaðir dökkbláir.

Framkvæmdir standa yfir við Grunnskólann á Ólafsfirði. Ljósmynd tók Ragnar Magnússon, kennari á Ólafsfirði.