Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar í dag, 29. júlí var lögð áhersla á að rökstuðningur fylgdi ávallt tillögum fagnefnda til Bæjarráðs Fjallabyggðar eða bæjarstjórnar og fylgt verði þeim reglum sem yfirstjórn bæjarfélagsins setur. Þá taldi Bæjarráð Fjallabyggðar eðlilegt og rétt að taka lægsta tilboði í samræmi við innkaupareglur Fjallabyggðar. Bæjarráð hefur því samþykkt að samið verði við lægstbjóðendur í tilboðum fyrir skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir árin 2014-2016. Bæjarráð hafnaði því tillögu fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar sem hafði samþykkt á fundi sínum 24. júlí að semja við Rauðku.
Allinn á Siglufirði var lægstbjóðandi fyrir máltíð bekkjardeildar á Siglufirði, en Höllin í Ólafsfirði var lægstbjóðandi í máltíð bekkjardeildar í Ólafsfirði. Þá var Allinn einnig með ódýrstu máltíðina fyrir starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar.
Tilboðin sem bárust voru:
- Allinn ehf Siglufirði: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir 5.-10. bekk. Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.
- Höllin Ólafsfirði: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.
- Rauðka Siglufirði: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn. Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.