Fram kom á samráðsfundi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar að á vegum Eyþings er verið að skoða gögn sem unnin hafa verið af VSÓ um almenningssamgöngur á Norðaustursvæðinu og tengingu við önnur svæði og aðra ferðamöguleika.

Stefnt er að því að bjóða út akstur í sumar á Eyþingssvæðinu þannig að hægt verði að aka eftir nýju fyrirkomulagi í haust.   Nánari útfærslur  á leiðarkerfinu verða unnar í samráði við sveitarstjórnir á svæðinu.

Unnið er að því að fyrr verði hægt að bjóða upp á almenningssamgöngur þrisvar á dag milli Akureyrar og Siglufjarðar, án kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.
Fundarmenn ræddu hvort skólaakstur og almenningssamgöngur gætu gengið saman og hvort sértæka aðgerð þyrfti vegna einnar ferðar á morgnanna aðallega í tengslum við Menntaskólann á Tröllaskaga.