Þingmenn Samfylkingar voru staddir á Siglufirði í gær. Þetta voru þeir Kristján Lúðvík Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Árni Páll Árnason en þeir höfðu boðað til fundar með íbúum Fjallabyggðar. Einnig höfðu þeir boðað komu sína á Síldarminjasafnið á Siglufirði. Kristján L. Möller, sem fæddur er og uppalinn á Siglufirði vildi kynna flokksbræðrum sínum hvernig lífið var á Siglufirði á síldarárunum og fengu þeir kynningu í Bátahúsinu.