Starfsfólk sambýlisins að Lindargötu 2 á Siglufirði fékk í gær kynningu og handleiðslu á notkun slökkvitækja og eldvarnateppis sem á að vera á hverju heimili og vinnustað. Lítill eldur var kveiktur á stálbakka og fengu starfsmenn tækifæri til að kæfa eldinn með slökkvitækjum.

Það var slökkvilið Fjallabyggðar sem sá um kennslu og kynningu.

Ljósmyndir koma frá Slökkviliði Fjallabyggðar.