Listakonan Kristín Trampe hefur breytt fyrrum Lyfjaversluninni í Ólafsfirði í smíðaverkstæði og selur þar afurðir sínar. Hún sagar út í allskonar við með bandsög og fínsög, meðal annars Elvis Presley og ýmsa smámuni eftir pöntun. Hún varð 70 ára á árinu og er fyrrum Lyfjatæknir í sama húsi og hún rekur nú vinnustofu sína, við Aðalgötu 8 í Ólafsfirði. Hún sagði í samtali við fréttamann Héðinsfjarðar.is hafa góð sambönd erlendis og allt sem hún smíðar væri með leyfi erlendis frá. Hún segst reyna hafa opið um helgar hefur nóg fyrir stafni.

Kristín er fyrrum bæjarfulltrúi í Ólafsfirði og var kjörin árið 1990 og 1994 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þarna er tilvalið að kaupa tækifærisgjafir eða kaupa einstaka safngripi.