Saga úr Síldarfirði er nú hægt að lesa hér á síðunni. Höfundur er Örlygur Kristfinnsson, Safnstjóri Síldarminjasafns Íslands.

Saga úr síldarfirði er tilraun til að segja 12 ára börnum síldarsögu Íslendinga. Megináhersla er lögð á fyrstu síldarárin 1900 – 1910 og leitast við að lýsa þeim aðstæðum sem íslensk þjóð hafði búið við um aldir og hvaða áhrif síldveiðarnar og véltæknin sem þá var að ryðja sér til rúms hafði á þróun þjóðfélagsins.

Sagan er færð í búning reynslusögu 12 ára drengs og fjölskyldu hans og byggist hún í stórum dráttum á sögu raunverulegrar fjölskyldu sem fluttist frá Akureyri vegna örbirgðar og settist að á Siglufirði árið 1907 þar sem ný og vonbjört framtíð beið þessa fólks sem áður hafði ætlað að flytja til Vesturheims í leit að betra lífi.