Saga-Fotografica, Ljósmyndasögusafnið á Siglufirði verður opið föstudaginn 17. júní frá kl. 13:00-16:00 og einnig alla helgina. Þar er að finna meðal annars sýningu Rutar Hallgrímsdóttur, RAX og fleiri. Nýjar myndavélar og margt fleira áhugavert að skoða. Safnið verður opið föstudaga til sunnudaga í sumar frá kl. 13:00-16:00, en hægt er að óska eftir opnun á öðrum dögum.
Í stofu ljósmyndarans eru fullt af nýjum bókum, og einnig eru nýjir munir til sýnis á safninu.
17. júní hefur verið markað formlega sumaropnun safnsins frá stofnun þess og er hægt að hitta eigendur safnsins þessa helgina.
Safnið stendur við Vetrarbraut 17 á Siglufirði.
