Leikmaðurinn Sævar Þór Fylkisson er kominn með 100 KSÍ leiki fyrir KF og hefur skorað 13 mörk. Hann er á 23. ári en kom fyrst til félagsins fyrir sex árum, og lék þá tvo leiki í 3. deild karla. Hann lék 22 leiki í deild og bikar í fyrra og skoraði 7 mörk.
Hann er uppalinn hjá Þór á Akureyri og lék þar upp í 2. flokk.
Sævar fagnaði tímamótunum með tveimur mörkum í síðasta leik.