Um 170 manns tóku þátt í Skíðagöngumótinu í Fljótum í gær, föstudaginn langa. Sævar Birgisson (00:57:51) og Elsa Guðrún Jónsdóttir (01:01:08) komu fyrst í mark í 20 km göngu, í þriðja sæti var Birkir Þór Stefánsson (01:02:33). Í 10 km göngu kom fyrstur í mark Jón Elvar Númason (00:40:49), annar varð Skarphéðinn Jónsson ( 00:43:54) og þriðji Sigurður Ingi Ragnarsson (00:44:09). Í 5 km göngu kom fyrst í mark Gígja Björnsdóttir (00:20:38), annar varð Hrannar Snær Magnússon (00:21:32), þriðji varð María Bjarney Leifsdóttir (00:24:56).
Önnur úrslit má finna á tímataka.net. Myndir með frétt tók Hermann Hermannsson, fljotin.is.