Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Hetti/Huginn í 7. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Leikurinn fór fram á Ólafsfjarðarvelli og voru 150 áhorfendur á leiknum. Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.
Leikmenn KF voru staðráðnir í að fylgja eftir góðum sigri úr síðustu umferð og ná að tengja saman tvo leiki. Ljuba Delic var óvænt á bekknum og einnig Hákon Leó Hilmarsson. Hinn reynslumikli Akil De Freitas var kominn á bekkinn sem aðstoðarþjálfari en hann hefur glímt við meiðsli af og til í leikjum sumarsins.
Höttur/Huginn hefur byrjað mótið ágætlega og voru um miðja deild fyrir þennan leik og án taps í síðustu þremur leikjum.
Umfjöllun:
Það var tæplega 18 stiga hiti þegar leikurinn hófst en nokkur strekkings vindur eða 12 m/s og 19 í hviðum á meðan leiknum stóð.
Gestirnir þurftu að gera strax skiptingu eftir hálftíma leik þegar einn leikmaður liðsins meiddist. KF náði inn marki nokkrum mínútum síðar eða á 34. mínútu þegar hinn ungi Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði og kom KF í 1-0 forystu. Aðeins fimm mínútum síðar misstu gestirnir leikmann af velli þegar varnarmaður þeirra fékk beint rautt spjald á 39. mínútu.
KF nýtti sér strax liðsmuninn og skoraði Sævar Þór Fylkisson í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom KF í 2-0, en skömmu áður hafði Halldór Ingvar þjálfari liðsins áminningu frá dómara leiksins. KF fór því með góða forystu inn í hálfleik.
Höttur/Huginn gerði eina skiptingu í hálfleik og reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn. Þeirra reynslumesti maður kom þeim aftur inn í leikinn 63. mínútu, en það var Almar Daði Jónsson sem gerði markið og var staðan því 2-1 þegar um hálftími var eftir af leiknum.
Ljuba Delic var settur inn á á 72. mínútu fyrir Marinó Snæ og Hákon Leó kom inná í baráttuna á 85. mínútu fyrir fyrirliðann Grétar Áka.
Sævar Þór skoraði aftur fyrir KF á 87. mínútu og kom þeim í frábæra stöðu 3-1 þegar skammt var eftir.
Þjálfari gestanna gerði strax tvöfalda skiptingu til að freista þess að fá eitthvað út úr leiknum.
Sævar Þór fékk svo heiðursskiptingu á 90. mínútu og kom hinn ungi Einar Ingi Óskarsson inná.
KF hélt út og náði frábærum sigri í þessum leik með baráttu og góðri nýtingu á færum. KF er núna komnir með sex stig eftir 7. umferðir og eru á réttri leið. Lokatölur 3-1.
Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.
Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.