Rétt fyrir klukkan 14:00 í gær valt rúta með 15 manns innanborðs útaf brúnni yfir Húseyjarkvísl neðan við Saurbæ í Skagafirði. Fimm manns voru fluttir með sjúkrabílum af vettvangi en aðrir voru fluttir með björgunarsveitarbílum í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð þar sem þeir fengu aðhlynningu, heitan kaffisopa og kleinur.
Að lokum var svo öllu fólkinu ekið á Sjúkrahúsið á Akureyri til nánari skoðunar. Sjúkraflutningamenn frá Sauðárkróki og Blönduósi, Lögreglan á Norðurlandi vestra , Rauði krossinn og Björgunarsveitin Skagfirðingasveit komu að þessu, auk Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð.
Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og arctic