Fyrr í þessum mánuði komu þeir Rúrik Gíslason og tökumaðurinn Sigurður Jóhannsson til Norðurlands til að upplifa vetrarferðalag um svæðið og segja frá því samfélagsmiðlum. Rúrik er stjarna á samfélagsmiðlumog er með yfir 853.000 fylgjendur á Instagram.
Efnið fer í loftið á næstu dögum á Instagram síðu Rúriks, og svo í kjölfarið á okkar miðlum. Verkefnið var unnið í frábæru samstarfi við Icelandair og Íslandsstofu, sem munu einnig birta efnið á sínum miðlum.
Á myndinni eru þeir Rúrik og Sigurður ásamt Rögnvaldi Má, í Hlíðarfjalli rétt áður en þeir héldu aftur heim á leið.
