Félagar úr Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar afhentu Félagsmiðstöðinni Neon í Fjallabyggð stórt 75″ Samsung sjónvarp og gjafabréf í opnu húsi nú í vikunni þegar kynningarkvöld var haldið.
Fulltrúar ungmenna í Fjallabyggð,  Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Víkingur Ólfjörð Daníelsson hófu athöfnina með að segja frá félagsmiðstöðinni.
Því næst tók Haukur Sigurðsson forseti Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar til máls og sagði frá styrkjum og gjöfum rótarýfólks í Fjallabyggð.
Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók til máls og nefndi sérstaklega þátt Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra Fjallabyggðar við endurbyggingu á húsnæði stöðvarinnar.
Myndir: Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar