Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar var með kaffiboð á Hornbrekku í Ólafsfirði í dag á Rótarýdeginum. Félagið afhenti gjöf til Hornbrekku en það var Sara Flex standlyftari. Tækið er rafknúið og færir fólk út í sitjandi stellingu í standandi. Tækið kemur sér vel bæði fyrir starfsfólk og heimilisfólkið og auðveldar allar hreyfingar fyrir fólk sem á erfitt með þær.
Þá voru veittir styrkir til íþróttamála, til barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Fjallabyggðar (GFB) og til barna- og unglingastarfs Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF). Gefnar voru 200.000 kr til hvors félags.
Birna Björnsdóttir tók við gjöfinni til Hornbrekku, Ármann Sigurðsson fyrir styrknum til GFB og Hákon Leó og Örn Elí til KF.
Þá fékk Skíðafélag Ólafsfjarðar 30 stykki af starfsmannavestum merktum félaginu og klúbbnum.
Myndir: Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar