Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar luku nýlega vinnu við að útbúa festingarhólka á alla nýju krossana. Prikin sem bera krossana var stungið niður í jörðina í kirkjugarðinum í Ólafsfirði og fór sú vinna fram í súld og suddaveðri. Strekkt er lína svo allt sé sett niður jafnt og beint. Í haust var svo rafmagn á svæðinu lagfært fyrir nýju krossana.
Krossarnir eru komnir í geymsluna fram að aðventu en þá er hugmyndin að tendra ljósin.
Frábært starf hjá Rótarýklúbbnum í Ólafsfirði.
Meðfylgjandi myndir koma frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar.
