Eins og greint hefur verið frá þá hefur Róbert Guðfinnsson á Siglufirði keypt sex eignir Síldarvinnslunnar fyrir tugi milljóna króna en kaupverðið er trúnaðarmál. Þessi kaup tengjast ekki uppbyggingunni á ferðaþjónustu sem Róbert hefur staðið fyrir síðustu árin en hann ætlar að upplýsa um notkun þessara húsa í næstu viku. Reiknað er með að full starfsemi verið hafin í húsunum á næstu 2-3 árum.

Ljósmynd: Héðinsfjörður.is/ Magnús Rúnar Magnússon.