Fjögur lið frá KF/Dalvík  í 4. flokki karla og kvenna luku keppni í riðlakeppninni í dag á Reycup með 5 leikjum og einum leik um sæti.  Keppni um sæti er einnig hafin og heldur áfram á morgun. Dagurinn var frekar erfiður hjá liðunum hvað úrslit varðar, en veður var frábært.

Úrslit dagsins:

4. flokkur kvenna í C-riðli, KF/Dalvík-2 lék gegn Austurlandi-2 og tapaðist leikurinn 1-3 og var það síðasti leikur liðsins í riðlinum. Liðið skoraði 1 mark í þremur leikjum en fékk á sig 10 mörk og tapaði öllum leikjum. Liðið lék svo um sæti 9.-16. við Þrótt-2 og tapaðist leikurinn naumlega 3-2. Liðið leikur á morgun um 13.-16. sæti við Selfoss-3.

Drengirnir í KF/Dalvík-2 léku við Stjörnuna-3 í dag í loka leik riðilsins og tapaðist leikurinn naumlega 3-4 í miklum markaleik um toppsæti riðilsins. Stjarnan-3 unnu alla sína leiki en KF/Dalvík vann tvo leiki og lentu í öðru sæti í riðlinum. Þeir leika um 1.-8. sæti við Gróttu á morgun.

Strákarnir í KF/Dalvík styrkleika 1 léku við ÍA í dag og var það erfiður leikur sem tapaðist 0-6.  Síðasti leikur liðsins í riðlinum var gegn Gróttu eftir hádegið og tapaðist leikurinn 4-2. Liðið endaði með 3 stig í riðlinum, vann einn leik og tapaði tveimur.

Kvennalið KF/Dalvík í styrkleika 1 lék við Grindavík í lokaleik riðilsins í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Þau úrslit nægðu liðinu til að vera í efsta sæti riðilsins með 7 stig. Tveir sigrar og eitt jafntefli hjá þeim og virkilega gott mót í gangi. Liðið leikur um 9.-16. sæti við Njarðvík á morgun.

Fengum nokkrar að sendar myndir frá Hrólfi Baldurssyni, formanni kvenfélagsins. Þökkum honum og frú kærlega fyrir aðsendar myndir og stuðning við þetta verkefni að halda úti umfjöllun um íþróttir ungmenna í Fjallabyggð.