Hið stórskemmtilega og árlega Sápuboltamót í Ólafsfirði verður haldið dagana 15.- 17. júlí. Nú þegar eru 200 keppendur skráðir í 36 liðum. Mótið er í stöðugri þróun á milli ára og í ár verður boðið upp á krakka sápubolta á föstudeginum. Á föstudagskvöld verður Jói P og Króli með skemmtun í Ólafsfirði í sérstöku upphitunarpartý í Tjarnarborg.
Á laugardeginum hefst mótið sjálft og verður skrúðganga frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Á laugardagskvöld verður útiskemmtun við Menningarhúsið Tjarnarborg og einnig verða þar veitt verðlaun fyrir afrek dagsins. Um kvöldið verður skemmtun í Tjarnarborg þar sem Séra Bjössi, Sprite Zero Klan og Húgó skemmta. Miðasala er hafin á Tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á staka viðburði.
Föstudagur:
16:00 – 18:00 Krakka sápubolti
20:30 – 21:30 Dregið í riðla fyrir sápuboltann
22:00 – 01:00 Jói P og Króli halda uppi fjörinu í Tjarnarborg í upphitunarpartý. (Miðar seldir í hurð 4.000 kr.)
Laugardagur:
11:40 Skrúðganga frá MTR
12:00 Sápuboltamótið 2022 hefst
17:00 Úrslitaleikur Sápuboltans 2022
20:00 – 22:00 Útiskemmtun við Tjarnarborg – Verðlaun veitt fyrir afrek dagsins, Jói p og Króli ofl. spila fyrir gesti.
23:00 – 03:00 Séra Bjössi, Sprite Zero Klan og Húgó í Tjarnarborg (Miðar seldir í hurð 5.500 kr.)
Helgarpassi: 10.900 (Passinn gildir í partý á föstudegi, sápuboltamót og inni í Tjarnarborg á laugardagskvöld.)
Laugardagspassi: 8.900 (Passinn gildir á sápuboltamót og inni í Tjarnarborg á laugardagskvöld.)
Tryggðu þér miða núna á Tix.is: https://tix.is/is/event/13398/sapuboltinn-a-olafsfir-i/
Á Sápuboltamótinu hefur verið rík hefð fyrir því að liðin mæti til leiks í skrautlegum búningum.
Nánar er hægt að lesa um viðburðinn á facebook síðu Sápuboltans: https://www.facebook.com/sapuboltamot/
LEIKREGLUR
-Fjórir inni á vellinum í hvoru liði. Engin takmörk eru á skiptimönnum (fjölda aðila í hverju liði).
-Hver leikur er 1×10 mín.
-Frjálsar skiptingar.
-Dómari ákveður refsingar fyrir brot.
-Spilað á tánum