Bókaðar tekjur Blönduósbæjar fyrstu 8 mánuði ársins eru alls 431,9 millj.kr. en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir tekjum að upphæð 640 millj. kr allt árið 2011. Tekið skal fram að tekjur vegna álagðra fasteignagjalda eru bókaðar til tekna á tímabilinu febrúar-ágúst.
Bókuð útgjöld fyrstu 8 mánuði ársins eru 364,8 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir útgjöldum upp á 580, 6 millj. kr. allt árið. Niðurstaða úr rekstri Blönduósbæjar fyrstu 8 mánuði er 65,9 millj. kr. tekjur umfram gjöld en fjárhagsáætlun án afskrifta, verðbóta og söluhagnaðar gerir ráð fyrir 59,4 millj. kr. tekjum umfram útgjöld.

Fjárfestingar fyrstu 8 mánuði eru 2,9 millj. kr. en gert er ráð fyrir 7 millj. kr í fjárfestingar árið 2011.