Reitir, Alþjóðlegt skapandi samvinnuverkefni hefur verið haldið á Siglufirði síðustu ár fimm ár og sett mikinn svip á bæinn. Verkefnið verður ekki haldi í ár heldur munu stjórnendur Reita einbeita sér að lærdómi frá nýútgefinni bók Reita og þróa smiðjuna áfram. Samvinnuverkefnið Reitir mun ekki starfa í þessari mynd áfram heldur verður nýtt samstarf milli Alþýðuhússins og nýrri listastofnum sem heitir USE. Stjórnendur Reita munu einnig í sumar vinna að spennandi þróunarverkefni og munu kynna lausnina í Alþýðuhúsinu 14.-16. júlí í sumar á Siglufirði.