Nýr og glæsilegur skrifstofukjarni var opnaður við hátíðlega athöfn á Siglufirði í dag, 28. mars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra opnaði kjarnann við fjölmenni. Regus býður nú upp á 24 starfsstöðvar á Siglufirði, bæði í opnum og lokuðum rýmum. Það mun nýtast bæjarbúum og gestum og þegar hafa fyrirtæki tryggt sér rými á skrifstofukjarnanum á Siglufirði.

Það er ánægjulegt að einkaframtakið mæti með skrifstofurými meðal annars fyrir störf sem eru óháð staðsetningu með svona sterkum hætti eins og gert er hér í Fjallabyggð. Rýmin búa til einstök tækifæri fyrir svæðið og auka samkeppnishæfni sveitarfélagsins segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra.

 

Regus rekur skrifstofukjarna á 13 stöðum um allt land. Viðskiptavinir fá aðgang að öllum 13 kjörnunum á Íslandi og um leið yfir 6.000 stöðvum í 127 löndum, en Regus rekur skrifstofukjarna í 900 borgum um allan heim og er með aðstöðu í boði á 850 flugvöllum.

„Okkar markmið er að viðskiptavinir okkar fái aðgang að hágæða skrifstofurými hvar sem þeir eru í heiminum. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn, þannig að hver og einn getur sniðið notkunina að eigin þörfum. Æ fleiri sjá kostinn í því að vera ekki með fasta skrifstofu heldur sinna vinnunni hvar sem þeir eru hverju sinni, en fjöldi fyrirtækja og stofnana hafa þó einnig nýtt sér aðstöðu okkar fyrir sínar föstu skrifstofur og spara þannig kostnað. Við erum hæstánægð með að vera komin til Siglufjarðar og hlökkum til samstarfsins við bæjarbúa og gesti sem koma hingað og njóta sín á skíðum eða við aðra útivist, en hafa nú aðgang að hágæða skrifstofum,” segir Erna Karla Guðjónsdóttir Framkvæmdastjóri Regus á Íslandi.  Við verðum búin að opna 27 starfstöðvar fyrir árslok 2027

Skrifstofukjarninn á Siglufirði er útbúinn öllum nýjasta búnaði. Þar er háhraðanet,  fullkominn fjarfundarbúnaður með eltimyndavél og aðgangi að öllum nauðsynlegum búnaði. Allar stöðvar Regusar eru opnar allar sólarhringinn, þær eru samtengdar þannig að viðskiptavinir fá aðgang að þeim öllum eftir þörfum.