Regína Ósk er á ferð um landið og syngur á fjölskyldu- og jólatónleikum í Siglufjarðarkirkju og Dalvíkurkirkju. Miðar fást á www.midi.is

Fjölskyldu- og jólatónleikar þar sem Regína Ósk mun koma fram ásamt fríðu föruneyti. Flutt verður efni af jólaplötu Regínu Óskar sem að kom út fyrir jólin í fyrra ásamt blöndu af þekktum jólalögum. Með henni spila Haraldur Vignir á píanó og hljómborð, Matthías Stefánsson sem að spilar á gítar og fiðlu og barnakórar frá hverjum stað ljá henni raddir sínar.

Einnig syngja og spila með Regínu, Svenni Þór, maðurinn hennar og Aníta, 9 ára dóttir . Það verður sannkölluð jólastemning á Tröllskaga í desember.

Jóladiskurinn hennar verður á sérstöku tilboðsverði fyrir tónleikagesti og mun Regína árita hann að tónleikum loknum.

 

11.12.11 – Sunnudagur 17:00 Regína Ósk – Jólatónleikar Dalvikurkirkja 2.900 kr.
12.12.11 – Mánudagur 20:00 Regína Ósk – Jólatónleikar Siglufjarðarkirkja 2.900 kr.