Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt á Norðurlandi. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld.
Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima. Við sendum hér tengla inn á síðu Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar til að þið getið fylgst með. Yfirvöld, viðbragðsaðilar, veitustofnanir og almannavarnarkerfið allt er í viðbragðsstöðu og verður staðan metin ört og fylgst grannt með framvindu veðursins.
Ljóst er að flestum ef ekki öllum fjallvegum verður lokað í fyrramálið, jafnvel mjög snemma.
Verum örugg, verum heima.
Texti: tilkynning frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.