RARIK hefur breytt verðskrá sinni vegna raforkudreifingar frá 1. október 2022. Um er að ræða 9% hækkun á töxtum í þéttbýli og 6,5% hækkun á töxtum í dreifbýli, að undanskildum töxtum vegna ótryggðar dreifingar og afltaxta VA730 sem hækka um sömu krónutölu og sambærilegir taxtar í þéttbýli. Umrædd breyting á verðskrá er til að mæta kostnaðarhækkunum.

Þrátt fyrir töluverða uppbyggingu á dreifkerfi rafmagns á undanförnum árum, m.a. með jarðstrengjavæðingu hefur verðskrá í þéttbýli lækkað um 8% að raunvirði þegar horft er til síðustu 10 ára.

Fyrir almenna gjaldskrá í dreifbýli hefur hlutur notenda á síðustu árum lækkað um 11% að teknu tilliti til verðlags og þátttöku stjórnvalda með dreifbýlisframlagi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik.

Verðskrá Rarik.