Hlut­haf­ar Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. og Ramma hf. í Fjalla­byggð hafa samþykk samruna fé­lag­anna tveggja á hlut­hafa­fundi sem fram fór í gær. Sam­einað fé­lag mun starfa und­ir nafn­inu Ísfé­lag hf. Var sam­ein­ing­in samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum.

Í stjórn fé­lags­ins voru kjör­in þau Ein­ar Sig­urðsson, Gunn­ar Sig­valda­son, Gunn­laug­ur S. Gunn­laugs­son, Guðbjörg Matth­ías­dótt­ir og Stein­unn Marteins­dótt­ir. Gunn­laug­ur S. Gunn­laugs­son verður stjórn­ar­formaður fé­lags­ins.

Stefán Friðriks­son, nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf., mun stýra hinu sam­einaða fé­lagi, með aðset­ur í Vest­manna­eyj­um, og Ólaf­ur H. Marteins­son, nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Ramma hf., verður aðstoðarfram­kvæmda­stjóri með aðset­ur í Fjalla­byggð.